Auðvitað þurfum við nýja stjórnarskrá.

Sko, málið er að BB er að reyna að redda sjálfum sér og kanski kynslóð áfram og aftur um einn með því að vilja tækla nýja stjórnarskrá í þrepum. Og auðvitað hljómar maðurinn sem sá sem allt veit í hugum sjallasauða sem eru alls ekki á þeirri bylgjulengd að breytingar (n.b. á þessum tímu sem við lifum!) eru til hins góða.

Sem einhver og reyndar alls enginn þegar kemur að fjármálastofnunum frá hruni og áfram (og þá meðtekið skattstjóri og eftirlitsnefnd fjármála) þá verð ég bara að segja að frændsemishyggjan og einkavinavæðingin hefur að sjálfsögðu fengið að blómstra, þegar við höfðum alla þessa háskóla (held u.þ.b. 7 á vissu tímabili)(og já í þá bara 300.000 manna þjóðfélagi plús og mínus). Pointið mitt er að við sem eyjaskeggjar í svona frekar alþjóðavæðilegu tímabili eigum að leggja áherslu á að fá hugvitssæðin okkar út fyrir landssteinana til að sækja þekkingu og ekki síst siðferði hnattbúa, og á sama tíma beita okkur fyrir því að byggja upp innviði íslenskt samfélags. Sem er kanski erfitt, sérstaklega þegar við lítum niður á vissar starfsstéttir sem okkur finnst bara bjóðanlegt innflytjendum sem við svo drullum reglulega yfir.

Og eitt enn, það sem þarf í stefnuskrá framsækinna flokka er að frændsemishyggja fyrst og fremst verði að taboo efni, í þeim skilningi að á þessum nútímum er það hreint og beint fáráðlegt!

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þennan pistil eftir Hannes H. Gissurarson þarftu að lesa:

Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

„Þjóðin“ hefur valið stjórnarskrá, segja Gunnar Smári, Þorvaldur Gylfason og fleiri. Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga. Kosningarnar voru síðan dæmdar ólöglegar. Þá skipaði stjórnin sama fólk í „stjórnlagaráð“. Kjörsóknin um tillögur þess var 48,4%. M.ö.o. höfðu 51,6% þjóðarinnar ekki áhuga. Af þeim, sem kusu, vildu 67% miða við uppkastið frá „stjórnlagaráðinu“. Þetta merkir, að einn þriðji kjósenda samþykkti þetta uppkast. Tveir þriðju hluta þjóðarinnar samþykktu það ekki, mættu annaðhvort ekki á kjörstað eða greiddu ekki atkvæði með því. Til samanburðar var kjörsóknin vegna lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 98,4%, og hana samþykktu 98,5% þeirra, sem greiddu atkvæði. Getum við, sem styðjum gömlu, góðu lýðveldisstjórnarskrána, ekki frekar talað í nafni þjóðarinnar en þessir fulltrúar eins þriðja hluta þjóðarinnar, sem leist vel á uppkast hins ólöglega „stjórnlagaráðs“, en það hóf hvern fund á að syngja saman og hefur síðan verið að kynna skrípaleik sinn erlendis?

Jón Valur Jensson, 21.9.2017 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skoðaðu þennan hlekk á frétt frá 2009 og rijau upp hvenær og hversvegna þessi stjórnarsrársirkus byrjað.

http://www.visir.is/g/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2017 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband