21.9.2017 | 20:09
Auðvitað þurfum við nýja stjórnarskrá.
Sko, málið er að BB er að reyna að redda sjálfum sér og kanski kynslóð áfram og aftur um einn með því að vilja tækla nýja stjórnarskrá í þrepum. Og auðvitað hljómar maðurinn sem sá sem allt veit í hugum sjallasauða sem eru alls ekki á þeirri bylgjulengd að breytingar (n.b. á þessum tímu sem við lifum!) eru til hins góða.
Sem einhver og reyndar alls enginn þegar kemur að fjármálastofnunum frá hruni og áfram (og þá meðtekið skattstjóri og eftirlitsnefnd fjármála) þá verð ég bara að segja að frændsemishyggjan og einkavinavæðingin hefur að sjálfsögðu fengið að blómstra, þegar við höfðum alla þessa háskóla (held u.þ.b. 7 á vissu tímabili)(og já í þá bara 300.000 manna þjóðfélagi plús og mínus). Pointið mitt er að við sem eyjaskeggjar í svona frekar alþjóðavæðilegu tímabili eigum að leggja áherslu á að fá hugvitssæðin okkar út fyrir landssteinana til að sækja þekkingu og ekki síst siðferði hnattbúa, og á sama tíma beita okkur fyrir því að byggja upp innviði íslenskt samfélags. Sem er kanski erfitt, sérstaklega þegar við lítum niður á vissar starfsstéttir sem okkur finnst bara bjóðanlegt innflytjendum sem við svo drullum reglulega yfir.
Og eitt enn, það sem þarf í stefnuskrá framsækinna flokka er að frændsemishyggja fyrst og fremst verði að taboo efni, í þeim skilningi að á þessum nútímum er það hreint og beint fáráðlegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)